Í grannaslagnum milli Man. City og Utd. sást alveg greinilega hvað Robbie Fowler er í ömurlegu formi. Hann gat ekki rassgat og kannski ekki skrítið þar sem hann er búinn að vera frá vegna meiðsla lengi. En ég skil ekki af hverju Keegan setti ekki Goater inná fyrr eða byrjaði bara með hann inná. Hann er virkilega góður framherji og mjög markheppinn. Ég botna í rauninni ekkert af hverju City voru að kaupa Fowler.
Ég bjóst nú ekki við mikilli mótspyrnu frá City gegn öflugu liði United endá átti United algjörlega fyrrí hálfleikinn. En í þeim seinni voru City allt annað lið og Eyal Berkovic átti stórleik. Hann átti gjörsamlega miðjuna og var allt í öllu hjá City. Hefði Keegan sett Goater inná fyrir Fowler fyrr, sem var að eyðileggja spil City, þá hefðu City jafnvel geta unnið leikinn. Það munaði nú minnstu í leikinn en klaufaskapur Nicolas Anelka eyðilagði það. Hann skoraði mark en boltann fór óvart í höndina á honum. Shaun Wright-Phillips frábæran leik og þar er mikið efni á ferð. Hann átti marga spretti upp hægri kantinn og lagði t.a.m. upp mark City. Einnig kom Sylvain Distan mér mjög á óvart og það var frábært að sjá hvernig hann tók boltann af Nistelrooy þegar hann var kominn einn á móti markmanni.
Hjá United átti Roy Carrol býsna slappan dag og hann gat varla gripið boltann og flest úthlaup hans voru útí bláinn. RVN átti fínan leik og einnig var Ryan Giggs aggresívur og greinilegt að hann er að komast í sitt gamla form.