Um helgina lauk riðlakeppninni á Reykjavíkurmótinu. A-riðlinum lauk á föstudaginn í Egilshöll. KR og Þróttur mættust í úrslitaleik um hvort liðið kæmist í undanúrslitin. Ívar Sigurjónsson sem er nýgenginn til liðs við Þróttara kom þeim yfir á 15. mínútu en það var Sigurvin Ólafsson sem jafnaði fyrir KR örfáum rétt fyrir leikhlé. Ekkert mark var skorað í seinni hálfleiknum og 1-1 jafntefli nægði Þrótturum til að tryggja sér annað sæti riðilsins á meðan KR-ingar sitja eftir. Valsarar unnu stóran sigur Létti en lokatölur urðu 9-2. Valur vann riðilinn og taka Þrótt með sér í undanúrslitin.
B-riðlinum lauk í gær. Fyrir leikina var ljóst að Fram myndi enda í efsta sætinu en þeir léku við Fylkismenn. Fylkir þurfti að treysta á að sigra í þeim leik til að komast áfram með Fram. Ólafur Páll Snorrason skoraði eina mark leiksins fyrir Fylki úr vítaspyrnu og úrslitin 1-0.
Á föstudagskvöldið fara undanúrslitaleikirnir fram. Kl.18:30 leika Valsarar við Fylkismenn og strax þar á eftir mætast Fram og Þróttur en sá leikur hefst um 20:30. Eftir viku fer síðan Úrslitaleikurinn fram.