Eftir að hafa komið aftur inn í byrjunarliðið eftir skelfileg mistök gegn Man. Utd. og einnhver önnur þá hefur Dudek verið í sínu gamla, góða formi. Það var nú talið að miðað við hvernig Chris Kirkland væri að standa sig að það væri ómögulegt fyrir Dudek að vinna sér aftur sæti í byrjunarliðinu. Því var það kannski lán í óláni fyrir Dudek að Kirkland skyldi meiðast, sem er að sjálfsögðu ömurlegt fyrir svona ungan og efnilegan markmann. En Gerard Houllier hefur áður sett menn útúr liðinu fyrir mistök. Sander Westerveld hafði gert nokkur mistök og hann var settur á bekkinn og síðar seldur. Hann er núna að blómstra hjá Real Soceidad á toppinum í spænsku úrvalsdeildinni. Westerveld hefur verið óspar við að gagnrýna Houllier að setja Dudek útúr liðinu, það er eitt af því versta sem hægt er að gera fyrir markmann, sjálfstraustið fer í mola. En það er nú ekki hægt að segja um Jerzy Dudek, hann hefur snúið endurnærður eftir gott frí og verið mjög góður milli stanganna.