9. Kasey Keller, Totthenham, USA. Kasey er annar tveggja bandarískra markvarða í deildinni. Hann var hjá Leicester á sínum tíma en fór þaðan til Spánar. ‘Arið 01 ákvað Glenn Hoddle að fá hann til Spurs. Hann náði að slá Neil Sullivan ú úr liðinu og hefur leikið mjög vel. ***1/2
8. Thomas Sörensen, Sunderland, Danmörk. Thomas var keyptur á £500,000 frá OB í Danmörku. Á sínu fyrsta tímabili setti hann met í fyrstu deildinni í að halda hreinu. Hann er einn af 3 landsliðsmarkmönnum hjá Sunderland þannig að samkeppnin er mikil, en hann er markmaður nr.1. ***1/2
7. Richard Wright, Everton, England. Hann var keyptur til Everton fyrir þetta tímabil og hefur spilað eins og engill. Hann hóf ferilinn hjá Ipswich og spilaði þar sinn fyrsta leik 17 ára og hélt hreinu. Arsenal keyptu hann síðann og hann var þar varamarkvörður og þaðan fór hann til Everton. ***1/2
6. Brad Friedel, Blackburn, USA. Hann var keyptur til Blackburn árið 2000. Hann kom frá Liverpool þar sem að mínu mati hann var ömurlegur. En á einhvern óskyljanlegan hátt þá keypti Souness hann til Blackburn. Þetta reyndust vera frábær kaup. Hann hefur sannað það með frábærum tilþrifum að hann er einn af þeim bestu í deildinni. ***2/3
Barthez, Dudek, Cudicini, Robinson,
5. Paul Robinsson, Leeds, England. Paul er uppalinn Leedsari. Hann fékk sjensinn tímabilið 00/01 þegar Nigel Martyn meiddist. Á þessum tíma spilaði hann frábærlega og var valinn í landsliðið. Hann er án efa efnilegasti markmaður Englendinga og verður fastamaður í enska landsliðinu eftir nokkur ár. ****
4.Antti Niemi, Southampton, Finnland. Hann var keyptur til So’ton í ágúst á þessu ári og hefur staðið sig frábærlega. Hann kom frá Hearts í Skotlandi. Þetta eru án efa ein bestu kaup ársins vegna þess að hann hefur verið að verja eins og brjálæðingur! Mér þykir leiðinlegt að geta ekki sett hann ofar! ****
3. Jerzy Dudek, Liverpool, Pólland. ‘Eg hef hann þarna vegna þess að Kirkland er meiddur út tímabilið. Jerzy var keyptur til Liverpool frá Feyenoord í september 2000. Hann leysti af hólmi Sander Westerveld sem var seldur. Fyrsta tímabilið hans var í einu orði sagt frábært. En í ár hefur hann gert nokkur mistök, skemmst er að minnast mistaka hans á móti Manchester United, en eftir þau var hann tekinn út úr liðinu og Chris Kirkland tók stöðu hans. En núna fyri 2 vikum meiddist Kirkland og verður frá út tímabilið. Það er alveg ljóst að Jerzy er frábær markmaður og mun örugglega komast í sitt besta form á ný.****
2. Fabien Barthez, Manchester United, Frakkland. Fabien var keyptur frá Monaco á maí 2000 á 8 milljónir punda. Sem var nýtt met. ’A sínu fyrsta tímabili var hann mjög mistækur. Fór í mörg skógarúthlaup ofl. En það er ekki fyrr en núna á sínu þriðja tímabili að hann er að sýna sitt rétta andlit. Hann hefur átt margar frábærar markvörslur á þessu tímabili og skemmst er að minnast markvörslu hans á móti Liverpool frá Didi Hamann sem var stórkosleg. ****1/2
1. Carlo Cudicini, Chelsea, 'Italía. Var fenginn að láni til Chelsea frá ítalska 3.deldarliðinu Castel Di Sangro árið 2000, tiltölulega óþekktur. Hann var aðallega þekktur fyrir að vera sonur frægs markarðar, Fabio Cudicini. Hann stóð sig mjög vel það tímabil og það næsta og einnig núna, reyndar frábærlega. Hann er kominn í ítalska landsliðið. Hann hefur átt margar frábærar markvörslur á þessari leiktíð t.d. á móti Tottenham þar sem hann varði aukaspyrnu Jaimies Redknapp á snilldarlegan hátt, í einu orði sagt geðveikur markvörður, eiginlega fullkominn. *****
Núna er hægt að rífast um þetta, en ég tek það fram að þetta er MITT mat. Kveðja gummo