Ronaldo keyrandi ölvaður
Í San Sebastian á Spáni var stöðvaður bíll með erlenda númeraplötu vegna gruns um ölvunarakstur. Ökumaðurinn var Leikmaður Inter og Brasílíu Ronaldo sem er talinn einn besti framherji heims. 0.25 milligröm af alcaholi er leyfð á spáni en Ronaldo mældist með 0.29. Hann var sektaður um 18.000 peseta en hann borgaði það á staðnum. Ronaldo sem hefur verið meiddur í 6 mánuði er 24 að aldri og hefur ganga hans hjá inter verið lítið annað en meiðsli.