
Stefán er 22 ára en hefur þrátt fyrir ungan aldur komið víða við. Hann lék fyrst með KVA, svo með unglingaliði Arsenal, eitt sumar með KR, í þrjú ár með Strömsgodset og þaðan fór hann til Grazer Austurríki. Þar hætti hann um áramótin og flutti heim til Íslands. Hann getur bæði spilað í vörn og á miðju.
Stefán á eftir að styrkja Keflavíkurliðið mikið en þeir eru að missa sinn besta leikmann. Ljóst er orðið að landsliðsmaðurinn Haukur Ingi Guðnason ætlar sér ekki að spila í 1.deildinni. Nokkur erlend lið hafa sýnt honum áhuga en talið er líklegast að hann spili hér heima. Mörg úrvalsdeildarlið hafa sýnt framherjanum áhuga en þar fer Fylkir fremst í flokki og er talið líklegast til að krækja í Haukinn.