
Jörundur er þó ekki alveg hættur því hann ætlar að stýra kvennalandsliðinu í seinasta sinn það mætir heimsmeisturum Bandaríkjanna í vináttuleik ytra 16. febrúar n.k. Ekki væri slæmt fyrir hann að kveðja með sigri þar. Liðið mun leika án Margrétar Ólafsdóttur og Katrínar Jónsdóttur sem ekki gáfu kost á sér.
Hvað varðar Breiðablik þá leikur liðið um helgina í Opna Kópavogsmótinu. Mótið fer fram í Fífunni og auk Blika og HK-inga taka ÍA og Grindavík þátt í mótinu. Hér að neðan sjáið þið leikjafyrirkomulag.
Laugardagur 1. febrúar
09:45 Breiðablik - ÍA
11:15 HK - Grindavík
Sunnudagur 2. febrúar
09:00 Leikur um þriðja sætið
14:15 Úrslitaleiku