Búið er að ganga frá því að Ólafur Ingi Skúlason muni leika á ný með Fylki í sumar. Ólafur var í viðræðum við norska liðið Sogndal og stóð til að Arsenal myndi lána hann þangað. Ekkert varð úr því og hefur Fylkir nú komist að samkomulagi við Arsenal um að fá Ólaf að láni og mun hann því spila með Árbæingum á þessu tímabili. Ólafur Ingi stóð sig vel með Fylki árið 2001 og var síðan seldur til Arsenal eftir tímabilið. Hann hefur leikið með U19 ára og varaliði Arsenal tvö síðastliðin keppnistímabil.
Það er nokkuð ljóst að hann mun styrkja lið Fylkis en ekki veitir þeim af þar sem aðalkeppinautarnir í KR hafa styrkt sig til muna frá því í fyrra. Hef ég heyrt að Fylkismenn séu með margar klær úti og ætli sér að fá Hauk Inga Guðnason, Eyjólf Sverrisson og Stefán Gíslason til liðs við sig áður en Íslandsmótið hefst.