Indriði Sigurðsson hefur hafnað tilboði Lilleström í Noregi um nýjan samning. Hann ætlar heim til Íslands í nám ef ekkert spennandi tilboð kemur frá erlendu félagi. Indriði er aðeins 21 árs, hann lék 22 af 26 leikjum Lilleström í fyrra. Líklegt er að hann fari aftur til KR ef hann flytur heim.
____________________________
Þann 8.Febrúar næstkomandi fer 57. ársþing Knattspyrnusambandsins fram. Nokkrar athyglisverðar tillögur um breytingar hafa verið settar fram. KR og Fram koma með þá tillögu að breyta fyrirkomulagi í Bikarkeppninni með þeim hætti að liðin í Símadeildinni komi inn í 16 liða úrslitum en ekki 32.liða úrslitum eins og hefur verið lengi. Þau vilja einnig að undanúrslitaleikirnir fari fram um helgi. Sömu lið eru einnig með þá hugmynd að leyfa eigi félögum að senda varalið til keppni sem verði þó að leika tveimur deildum neðar en aðalliðið. ÍBV vill að undanúrslitaleikir í Bikarnum fari á ný fram á heimavelli þess liðs sem dregst á undan. Gaman er að sjá að Meistarakeppni KSÍ verður endurvakin en það er leikur milli Íslandsmeistarana og Bikarmeistarana.
____________________________
Knatt spyrnukonan Rakel Ögmundsdóttir hefur misst samninginn við bandaríska atvinnuliðið Philadelphia Charge. Hún spilaði mikið með liðinu tímabilið 2001 en missti alveg af síðasta tímabili eftir að hún sleit krossbönd í hné. Rakel er 26 ára og hefur skorað 7 mörk í 10 landsleikjum fyrir Ísland.
____________________________
Stjórn KSÍ ákvað á stjórnarfundi að greiða tæpar 10 milljónir króna til aðildarfélaga KSÍ sem gjaldfærist á starfsárið 2002. Endurskoðaður ársreikningur KSÍ liggur ekki fyrir, en ljóst er að rekstur sambandsins gekk vel á síðasta starfsári. Öll lið sem sendu lið til keppni í yngri flokkum beggja kynja fá 200.000 krónur en önnur lið minna.
____________________________
Tveir leikir fóru fram í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu í gær. Valur og KR skildu jöfn 1-1 og Þróttur burstaði Leikni 7-1. Á sunnudagskvöld mætast Fram og ÍR kl.19:00 og þar á eftir leikur Fylkir gegn Víking. Allir leikir mótsins eru í Egilshöll í Grafarvogi.
____________________________
Útvarpsstj óri KR-útvarpsins, Höskuldur Eiríksson, spilaði ekkert með KR í fyrra og var leystur undan samningi við félagið. Höskuldur hefur nú fundið sér nýtt félag, Víking R. Hann var í láni hjá ÍR seinasta sumar.
____________________________
Samkvæmt www.fotbolti.net hefur danska liðið B1909 fengið tvo Íslendinga til liðs við sig: Stefán Magnússon og Björgvin Vilhjálmsson. Stefán hefur m.a. verið hjá Bayern Munchen en Björgvin lék með Fylki í hægri bakverðinum í sumar. Þá leikur Ívar Bjarklind að öllum líkindum með FC Århus í sumar. Ívar hefur leikið með ÍBV, KA og KR hér á landi en lék ekkert seinasta sumar.