Hann er ekki að fara neitt, lesið bara íslensku Liverpool síðuna, það eru alltaf að koma svona fréttir og það er alveg sama hvað maður kveður þetta oft niður alltaf pompar þetta upp aftur.
Það var nú einhver vitleysingur að segja að Fowler hafi ekki verið meiddur, hann var dópisti sem var í meðferð, ég hélt að ég myndi drepast úr hlátri, maður á ekki að trúa öllu sem maður heyrir, það er yfirleitt hægt að fylgjast með öllu á heimasíðum Liverpool ef maður er eitthvað smeikur.
Fowler er nú allur að koma til og á eftir að ná fyrra formi ef hann heldur sér ómeiddum og vonandi er það sama með Owen. Það sem vantaði hjá Fowler var sjálfstraustið, það er nú erfitt að vera búinn að klúðra fullt af færum og brenna svo af í vítaspyrnu en svo komst hann í gang þegar hann fékk tækifæri á því að skora úr annari vítaspyrnu, sýnið honum tillitsemi, ég efa það að þið væruð upp á ykkar besta ef þið hefðuð lent í þessum meiðslum og þar að auki að fara að spila drullu erfiðan leik eftir það að vaka alla nóttina með konunni sinni sem var að fæða. Slakið á í dómnum á honum, hann er bara 24 eða eitthvað og á helling eftir.
Jólakveðja
HJARTA.
alveg rétt hjartað mitt :),
Þið spyrjið afhverju eitthvað lið sem stendur sig vel í deildinni myndi vilja hann, nú Man Utd, Arsenal, Leeds og Chelsea eru öll búinn að reyna að ná í hann síðast liðin tvö ár þ.e. meðan hann var í meiðslum þannig að þau hafa fulla trú á honum eins og flestir aðrir. Hæfileikar eins og hann hefur hverfa ekki, um leið og hann kemst í leikform þá sýnir hann og sannar aftur að hann er einn fremsti framherjinn í heiminum í dag.
Ég hef enga trú á því að Houllier selji Fowler nema hann vilji verða rekinn, maðurinn er vinsælasti maður stuðningsmanna Liverpool síðustu ár, menn gleyma ekki 30+ mörk 3 leiktíðir í röð og 18 mörk hálfa leiktíð áður en hann meiddist. Þótt hann sé búinn að ganga illa núna þessa leiktíð og endan á síðustu leiktíð þá er hann með miklu betri markahlutfall í leikjum en nokkur annar leikmaður í ensku deildinni!!! sem er spilandi núna (þar á meðal Owen). Þar að auki hefur hann oft sagt að hann vilji bara vera hjá Liverpool og líður vel þar.
0
Hallelúja, loksins fólk með viti (og minni). Fowler er, verður og hefur alltaf verið einn besti framherjinn á englandi. Þið sem munið lengra en 3 ár aftur í tímann munið eftir því hve hrikalega góður Fowler var og með smá leikæfingu verður hann allavega jafngóður ef ekki betri, sjáið bara til. Og eins og WeirdAl benti á þá er hann gríðarlega vinsæll meðal stuðningsmanna Liverpool, hefur m.a. verið gefið viðurnefnið Guð. Sá þjálfari sem selur Fowler á eftir að eiga erfitt uppdráttar við að sættast við hörðustu stuðningsmenn liðsins. Roy Evans sagði einhverntíman, aðspurður um það hvort hann ætlaði að selja Fowler: Ef ég vil enda á botni Mersey þá sel ég Fowler, sem sýnir bara að þjálfararnir eru líka meðvitaðir um vinsældir Fowlers.
Gerist Houllier hins vegar svo fífldjarfur að selja Fowler (ég ítreka að það er ekkert sem bendir til þess að hann ætli að selja hann) þá verður það til liðs utan bretlandseyja og ekki fyrir minna en 15 milljónir punda.
0
ég segi það enn og aftur Fowler er frábær leikmaður, þrátt fyrir það er ég Man U ari og mun vera það til Dauða, enn Fowler er frábær, ég vona að Liverpool verði vitlausir og selji hann, enn þeir Poolarar hafa mjög skemmtilegt lið. Ég tel hann betri enn Owen enn Heskey er sterkasti Centerinn hjá þeim án efa.
Enn mig langar að setja út á eitt ef ég má, þar sem e-r sagði að Liverpool ManU hefði verið skemmilegastileikur tímabilsins, það er ekki rétt að mínu mati, ég hefði frekar sagt Leeds Liverpool, eða ætti ég að Segja Viduka Liverpool. Viduka er besti centerinn í deildinni um þessar mundir, ég fer ekkert ofan af þvi og spái ég Leedsurum öðru til 3ja sæti þegar líður á deildina og þegar þeir fá leikmenn sína aftur úr meiðslum. Enn allavega ég er aðdáandi Fowlers!
0