Einn af sonum Guðjóns Þórðarssonar er nú kominn í ensku úrvalsdeildina. Hér er ég að tala um Jóhannes Karl Guðjónsson sem gekk í dag frá lánssamningi við Aston Villa. Jói verður hjá liðinu út tímabilið og leikur með varaliði Aston Villa gegn Sheffield Wednesday á miðvikudag. Það er svo bara tímaspursmál hvenær Graham Taylor mun gefa honum tækifæri með aðalliðinu. Jóhannes fór til Real Betis á seinasta tímabili þar sem hann fékk þónokkuð að spila, annað hefur verið uppá tengingnum að undanförnu og Jóhannes hefur mátt teljast heppinn að fá að verma varamannabekkinn.
Nái Jóhannes að standa sig mun Aston Villa kaupa hann eftir tímabilið en Villa á forkaupsrétt á stráknum. Hann er 22.ára gamall og finnur sig best á miðri miðjunni. Á heimasíðu Aston Villa má finna viðtal við Jóhannes: “Ég hef ekki spilað mikið á þessu ári svo ég get ekki beðið eftir því að klæða mig í skóna og Aston Villa treyjuna til að sýna hvað ég get. Allt sem ég hef séð hér hjá félaginu er frábært. Framkvæmdarstjórinn, aðstæðurnar og bara allt í kringum Villa. Þannig að ósk mín er að fá áframhaldandi samning en það veltur allt á mér að sýna hvað ég get.”