Manchester United er stórlið. Allir eru sammála að þeir eru eitt af bestu liðum í heimi, og einnig eru þeir ríkasta félag í heimi. Það er því ánægjulegt að þeir séu búnir að stofna blakdeild líka. Og það er greinilegt að þeir eru stórhuga, því að leikmenn aðalliðsins eru greinilega byrjaðir að æfa með blakliðinu líka. Hvílík snilldar móttaka hjá Neville í leiknum. Hér er greinilega framtíðar landsliðsmaður Englands í blaki. Ánægjulegt að sjá hann flétta svona tveimur íþróttagreinum saman. Hrein unun.
Það er geinilegt að þeir Neville bræður eru fæddir til að gera góða hluti sbr P Neville á EM, og eldri bróðirinn ætlar greinilega ekki að láta sitt eftir liggja.
gaman gaman gaman