Ég hélt að Parma væri komnir á beinu brautina eftir að þeir unnu Lazio, síðan töpuðum við fyrir Juve 1-0, alltílæ, Juve náttla stórlið og menn ekkert mjög svekktir, kemur bara næst. Þetta næst var í dag á móti Vicenza, sem var á fallsvæðinu fyrir leikinn. Þarna bjóst maður nú við auðveldum þremur stigum og etv klifri ofar á töfluna. En hvað gerist ? Mínir menn TAPA! 0-2! Þetta var meira að segja heimaleikur! Þvílíkt hneyksli! Vitiði hver stuðullinn á Lengjunni var fyrir Vicenza sigur ? 5,15 ! ! ! Þvílíkur skandall! Ég ætla rétt að vona að menn rífi sig upp á rassgatinu í næsta leik!

Svekktur og vonsvikinn,
JohnnyB
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _