Fowler hefur ákveðið að vera áfram hjá Leeds þrátt fyrir að hafa komist að samkomulagi við Man. City.
Hans ástæða fyrir því að hætta við skiptin var að honum fannst eins og hann ætti eitthvað eftir ógert hjá Leeds. Hann sagði þó að hann hefði mikla virðingu fyrir Man. City og aðdáun hans á Kevin Keegan væri óumdeilanleg. En þar sem honum fannst að hann gæti gert meira fyrir Leeds liðið en hann hefur gert hingað til, ákvað hann að vera um kyrrt.
Þó hafa komið fréttir þess efnis að stjórnarformaður Man. City hafi reynt að breyta samningum hans á síðustu stundu, ekki upphæð og lengd, heldur um greiðslumáta. “Guðinn” fyrrverandi á Anfield sagði þó að þessar aðgerðir formannsins hafi ekki haft nein áhrif á ákvörðunina hans um að vera um kyrrt hjá Leeds.
Fowler sagði það einnig að hafa verið mikinn heiður að hafa verið á óskalista hjá Kevin Keegan, en það er annar stjóri sem hann er hjá og það mun vera Terry Venables.
biðst velvirðingar á stafsetningar- og málfræðivillum…
Sokrates
heimild: Teamtalk.com