Snilld sem ég sá á Visi.is og ákvað að leyfa ykkur að njóta. Laugardagurinn 16. desember verður Kýpurbúum, og þá sérstaklega aðstendum knattspyrnuliðsins Anorthosis Famagusta, eflaust lengi í minnum. Þá att Famagusta kappi við Omonia Nicosia og má segja að allt hafi farið í háaloft eftir að annar línuvörður leiksins tók nokkrar umdeildar ákvarðanir.
Staðan var 1-1 og Omonia í sókn. Þrír leikmenn liðsins virtust vera rangstæðir er sending kom í gegnum vörn Famagusta en línuvörðurinn hélt flaggi sínu niðri og Omonia náði forystu. Þessu brugðust leikmenn Famagusta skiljanlega illa við og gengu miðvörðurinn Ioannou og fyrirliðnn Papadopulus full harkalega fram. Tvíeykið byrjaði á því að ausa skömmum yfir línuvörðinn og á eftir fylgdi grjótkast áhorfenda sem varð til þess að dómarinn, Kapitanis, aflýsti leiknum. Á leið til búningsherbergjanna missti svo Ionnou gjörsamlega stjórn á skapi sínu. Fyrst lét hann högginn dynja á línuverðinum og svo dómaranum áður en hann var leiddur burtu af óeirðalögreglu. Stuttu síðar braut hann sér svo leið út á völlinn og sparkaði bolta í átt að stuðningsmönnum Omonia sem bauluðu á hann. Liðsfélagar hans reyndu svo að róa hann en hann lét höggin einnig dynja á þeim sem og þjálfara sínum áður en hátt í 20 lögreglumenn tóku hann fastan og færðu í fangaklefa.