
“Óeining stuðningsmanna Víkings hefur um langt skeið verið vandamál. Þó grunaði okkur ekki að nokkur myndi leggjast svo lágt að kippa undan okkur fótunum. Það virðast þó ekki vera nein takmörk fyrir því hversu miklir uppskafningar og eiginhagsmunaseggir sumir geta verið. Þeir sem höfðu samband við lögregluna í Reykjavík til þess að kvarta yfir því að við værum með styrktaraðila höfðu að minnsta kosti ekki hagsmuni stuðningsmanna Víkings að leiðarljósi. Síðasta sumar buðum við upp á umfjöllun um leiki Víkings sem svo mikið var lagt í að annað eins þekkist ekki á íslenskum heimasíðum. Eins hafa stuðningsmenn getað tjáð sig óhikað á spjallborðinu og höfum við látið það sem vind um eyru þjóta þó svo að ýmsir hafi notað þann vettvang til þess að gagnrýna okkur fyrir óeigingjarnt starf í sjálfboðavinnu. Nú er þó svo komið að við getum ekki hugsað okkur að vinna fyrir stuðningsmenn Víkings. Þegar laun okkar eru bréf sem boðar okkur í yfirheyrslu hjá Rannsóknardeild Lögreglunnar í Reykjavík er kominn tími til að segja góða nótt, farið vel með ykkur og sjáumst aldrei, aldrei aftur!
skál,
Gaui & Heimir”
Heimasíðunni var haldið uppi af auglýsingum á áfengi. Einhver óvirkur alkóhólisti hefur ekki verið par hrifinn af því og kært til lögreglunnar. Þessi síða tilheyrir því nú fortíðinni og er það slæmt. Bless Vikingur.net.