Stuðningsmenn Chelsea mega reikna með að orðrómurinn um brottför Jimmy Floyd Hasselbaink til Barcelona fari á fullan snúning núna á næstu dögum. Barcelona hafa víst ákveðið að Jimmy sé þeirra eina ‘skotmark’ á leikmannamarkaðinum og eru harðákveðnir í að ná honum yfir á Nou Camp.
Spænska pressan segir að koma Jimmy til Nou Camp færist nær og nær og að hindranir sem í vegi hafa verið séu að hrynja. Raunar segir blaðið ‘El Mundo Deportivo’, Ranieri hafa gefið grænt ljós á söluna og sé þegar farinn að leita af nýjum sóknarmanni. Þetta eru nú fréttir fyrir okkur ekki satt!?.
Þjálfari Barça, Louis Van Gaal er sagður hafa fengið forseta félagsins Joan Gaspart til að gefa honum skuldbindingu þess efnis að félagið muni gera allt sem mögulegt er til að ná Jimmy Floyd til félagsins nú er leikmannamarkaðurinn er opinn í janúar. Þetta þýðir að hann hefur tvær vikur til stefnu.
Loforð þetta var gefið eftir stjórnarfund á mánudag s.l. en hann hafði verið sérstaklega tilkallaður til að ákveða stefnu félagsins í leikmanna málum á þessu tímabili, fundarmeðlimir voru enn með hörmulegan 0:0 jafnteflisleik við Malaga frá kvöldinu áður ferskan í minni. Stjórnarmenn tóku tillit til óska Van Gaal um að styrkja leikmanna hópinn og þá sérstaklega ósk hans um nýjan framherja. Þeir tóku líka tillit til þess að stuðningsmenn Barcelona hata Van Gaal. Þeir urðu því að velja á milli þess að standa við bakið á þjálfaranum eða að reka hann, og hafa valið að standa við bakið á sínum manni og fara að óskum hans. Að reka þjálfarann á þessu stigi tímabilsins myndi bara gera illt verra.
Joan Gaspart gaf því Van Gaal loforð þess efnis að hann muni gera allt sem hægt er til að ræna Jimmy Floyd frá Chelsea og koma honum í Barcelona treyju. Í ljósi gremju Van Gaal þess efnis að þurfa einn að bera ábyrgð á hörmulegu gengi Barcelona í vetur þá átti Gaspart ekki neina kosti, Van Gaal var jú sá sem hann vildi fyrst og síðast ráða sem þjálfa félagsins. Van Gaal er líka sagður vera hundfúll eftir fund með ‘Tæknilegum ráðgjafa’ Xavier Pérez Farguell sem tjáði þjálfaranum að Barça myndu ekki reyna mikið til að ná Jimmy Floyd yfir. Fýla Van Gaal kom að hluta til vegna þess að hann hefur lagt hart að sér til að sannfæra Jimmy Floyd um að lækka kröfur sínar úr þriggja og hálfs árs samningi í eins og hálfs árs samning og að lækka launakröfur sína vegna heiðursins að fá að spila fyrir Barcelona.
Gaspart hefur hins vegar sagt líka að Barça þurfi ekki að flýta sér að hlutunum. Slæm úrslit í næstu leikjum gegn Valencia og Celta gætu þó breytt því.
Spænska pressan gengur svo langt að fullyrða að Chelsea líti ekki lengur á Jimmy Floyd sem óseljanlegan og að félagið sé þegar búið að sætta sig við að hann verði seldur. Í raun bíði skrifstofu fólk á Stamford Bridge eftir beinu sambandi frá Barcelona mönnum og tilboði á borðið en ekki frá milliliðum eins og verið hefur.
Tvö vandamál eru þó óleyst. Fyrst af öllu vilja Barçamenn láta £5.3 milljónir punda sem Chelsea skulda þeim ennþá fyrir Petit og Zenden ganga upp í kaupverðið. En af bókhalds ástæðum (lánið er ábyrgst af bönkum) þá yrði það mjög flókið mál.
Annað vandamál er verðið á Jimmy Floyd. Chelsea er sagt hafa lækkað verðið úr £9.9 millj. punda í £7.9 millj. punda en Barça hafa boðið (óformlega) £5.9 millj. punda. Það er því ljóst að talsvert þref þarf að eiga sér stað áður en að samningar um verð næðust og segir sagan að tilboð Barça hafi valdið reiði og hneykslan í London, þótt að spænska pressan hafi gefið í skyn að Chelsea sé tilbúið að láta Jimmy Floyd fyrir lægri upphæð. Í ljósi þess hversu harður businessmaður Ken Bates er þá þykir mann það nú mjög ólíklegt að það sé rétt hjá þeim (þ.e. lægra verð).
Samkvæmt upplýsingumn frá Spáni þá hefur Jimmy Floyd samþykkt sinn samning. Eitt og hálft ár, sem er sami tími og er eftir af samning hans við Chelsea, og Barcelona hefur svo mögurleika á að framlengja um tvö ár.
'El Mundo Deportivo' segja að blaðamenn og milligöngumenn hafi spurt Ranieri hvort hann haldi að Chelsea geti komist í Meistaradeild - eða barist um Úrvalsdeildartitilinn - án Jimmy Floyd. Ranieri er sagðu trúa því að það sé alveg góður möguleik, að hluta til vegna þess að hann hefur mikla trú á Mikael Forssell sem er að snúa aftur eftir meiðsl , og einnig á Carlton Cole sem hefur snúið aftur frá láni frá Wolves og var á meðal varamanna í leiknum gegn Charlton s.l. laugardag. Með þessa tvo við hliðina á Eið Smára og hinum síunga Zola eru Chelsea sagðir telja sig vera með nógu öfluga framlínu. Hvað sem því líður þá virðist Spænskir fjölmiðlar vanmeta hlutverk Jimmy Floyd hjá Chelsea. Þeir gefa í skyn að Jimmy Floyd sé lítið notaður hjá Chelsea, sem er nú ekki rétt - fyrir utan að hafa verið róterað nokkrum sinnum og verið frá vegna meiðsla, þá hefur Jimmy Floyd spilað flesta leiki Chelsea á tímabilinu.
Hins vegar þurfa Chelsea ekkert að selja. Efnahagsleg staða félagsins er núna í nokkuð góðu ástandi - gott gengi í Úrvalsdeildinni hefur leitt til hækkunar á hlutabréfum, ‘hækkunar sem er beinlínis án fordæma’ og félagið er sagt vera nálægt því að skrifa undir samning við ‘The California Public Employees’ Retirement System' (Calpers), sem mun færa félaginu umtalsverða peninga. Chelsea hefur fjárhagslegt öryggisnet mun alveg standast söluna á Jimmy Floyd, en þýðir líka að sala er alls ekki nauðsynleg.
Chelsea hljóta að spyrja nokkrua spurninga. Í fyrsta lagi þá virðist sem viðræður séu búnar að vera í gangi á milli Van Gaal ( eða milligöngumanna) og Jimmy Floyd. Þessar viðræður hafa borið þann árangur að Jimmy Floyd hefur lækkað kröfur sínar svo að samningur hans við Barcelona verður styttur og hann hefur meira að segja samþykkt launalækkun til að geta flutt sig á Nou Camp. Svo langt ganga sumir að segja að nú þegar sé samkomulag undirskrifað á milli Barça og Jimmy.
Er þetta ekki ólöglegt samkvæmt UEFA reglum? Jimmy er ennþá samningsbundinn Chelsea og á 18 mánuði eftir af þeim samning. Samkvæmt reglum UEFA þá er það ólöglegt fyrir félag að hafa beint samband við leikmann án þess að fá grænt ljós frá félagi hans (og þetta er aðeins mögulegt 6 mánuðum áður en samningur hans rennur út). Samt virðist nákvæmlega það hafa gerst og Chelsea ættu að íhuga að kæra Barcelona, þó ekki væri nema bara til að pirra þá.
Annað, afhverju ætti Jimmy Floyd að vilja fara frá Chelsea? Þar er honum eiginlega tryggt fast sæti í byrjunarliðinu. Sú er ekki raunin hjá Barcelona , þar sem ein til tvö slæm úrslit gætu orðið til þess að hann yrði settur á bekkinn. Að auki eru örlög hans í höndum Van Gaal og staða hans er viðkvæm svo ekki sé meira sagt, alla vega ef marka má nýjustu fréttir. Jimmy Floyd myndi lækka í launum og samningur hans yrði sömu lengdar og sá sem hann á eftir hjá Chelsea. Er hann virkilega svo aðframkominn að spila fyrir Barcelona? Maður á ansi erfitt með að trúa því.
Hvað um það það er nokkuð ljóst að næstu dagar verða spennandi og að einhvað á eftir að gerast.
Þetta er tekið beint af chelsea.is en ég sendi þetta inn til þess að fá álit annara á þessu máli