Dion Dublin
Dion Dublin fæddist í Leicester 22 apríl 1969. Hann er 188cm á hæð og 84kg. Hann hóf atvinnumannaferil sinn hjá Norwich City en fékk ekki að spila einn einasta leik og var því seldur til Cambridge United Þar þótti hann strax mikið efni, stórkostlegur skallamaður og góður að klára færin sín. Hann er framherji af Guðs náð. Hjá Cambridge United spilaði hann 202 leiki og skoraði í þeim 73 mörk. Það kostulega við feril hans þar er að í öllum leikjunum var hann í byrjunarliðinu, hann var aldrei tekinn útaf og hann fékk ekki eitt gult né raut spjald!
Þá lá leið hans til Manchester United, menn þar á bæ hefðu tekið eftir honum og gekk hann því til liðs við þá árið 1992. Hann fótbrotnaði snemma þegar hann kom til United og spilaði því aðeins 16 leiki og skoraði í þeim 3 mörk.
Hann staldraði stutt við á þeim bænum og gekk því næst til liðs við Coventry City. Hann átti frábær ár þar spilaði 171 leik ( í byrjunarliðinu í öllum nema einum), var tekinn þrisvar útaf og skoraði 72 mörk sem verður að teljast mjög gott. Hann hefur alltaf verið eins konar vörumerki Coventry og ef menn nefndu Coventry þá kom oftast aðeins eitt nafn upp - Dion Dublin.
En eftir mörg góð ár hjá Coventry, fór hann til erkifjendnanna í Aston Villa, öllum að óvörum. Hann byrjaði ferilinn þar gegn Tottenham og skoraði 2 mörk í 3-2 sigri á þeim á Villa Park. Hann skoraði reyndar 3 en eitt var dæmt af vegna rangstöðu. Það leit út fyrir að Dublin myndi mynda frábært framherja par með Stan Collymore en það fjaraði út. Í staðinn lét John Gregory hann leika við hlið Julian Joachim, sem seinna fór til Coventry. Þetta dúo myndaði styrk í loftinu og hraða á jörðinni. Hann spilaði sinn fyrsta landsleik gegn Chile og hefur núna spilað alls 4 landsleiki. Vegna komu Peter Crouch í lok tímabilsins 01-02, var hann lánaður til Millwall. Þar spilaði hann 7 leiki og skoraði 3 mörk og var nálægt því að koma Millwall upp um deild. En Dublin náði að koma sér aftur í byrjunarliðið þetta tímabil og hefur skorað 10 mörk í 25 leikjum.