Alex Manninger fyrrum markvörður Arsenal er genginn til liðs við Torino sem leikur í Serie A en Austurríkismaðurinn hefur verið frá í 5 mánuði vegna meiðsla. Manninger skrifaði undir hálfs árs samning við ítalska klúbbinn með möguleika á 3 ára framlengingu að þeim tíma liðnum.
Manninger gekk til liðs við Espanyol á Spáni eftir að Arsenal stjórinn Arsene Wenger sagði honum í ágúst að hann ætti enga framtíð á Highbury. Espanyol leysti hins vegar markvörðinn undan samningi eftir nokkra leiki en nú lítur út sem hinn 25 ára gamli Manninger, landsliðsmarkvörður Austurríkismanna sé kominn með vinnu á ný og nú á Ítalíu, í þriðja landinu á innan við ári. Persónulega finnst það hafa verið mistök hjá Arsenal að láta hann frá sér og þeir sem eru í svo miklum markvarðarvandræðum!! Vonandi að hann eigi eftir að brillera hjá Torino svo stóru klúbbarnir fari að sýna honum áhuga en þar á hann heima finnst mér að minnsta kosti.