Mig langar að skrifa um einn heitasta framherjann í ensku deildinni í dag, James Beattie.
Fullt nafn: James Scott Beattie
Afmælisdagur: 27. Febrúar
Hæð: 1,85M
Þyngd:76 kg
Fæðingarstaður: Lancaster
Beattie fæddist þann 27. febrúar árið 1978 í Lancaster, Englandi.
Hann byrjaði feril sinn hjá Blckburn þar sem hann spilaði aðeins 7 leiki í byrjunarliði. En Dave Jones þáverandi knattspyrnustjóri “Dýrlinganna” fékk Beattie sem hluta af kaupum Blackburn á Kevin Davies.
'A sínu fyrsta tímabili var hann valinn leikmaður ársins hjá Southampton en hann skoraði 5 mörk í 35 leikjum ásamt einu marki í deildarbikarnum. Hann komst í u-21 árs landslið Englendinga og lék þar 5 leiki og skoraði 1 mark. Hann átti eftir að verða lykilmaður í liði Southampton næstu ár.
En tímabilið 99/00 lenti hann í erfiðum meiðslum og lék ekki marga leiki á því tímabili. Tímabilið 00/01 skoraði hann 12 mörk og var þar með markahæsti maður dýrlingana. Reyndar þegar hann skoraði sitt fyrsta mark það tímabil þá hafði hann ekki skorað í 18 mánuði samfleytt en þá kom hryna þar sem hann skoraði í 10 leikjum í röð.
Tímabilið 01/02 skrifaði hann undir nýjann 5 ára samning við félagið. En á því tímabili lenti hann aftur í meiðslum en skoraði þó 14 mörk í 32 leikjum í öllum keppnum.
'Eg ætla að láta þetta nægja um þennan frábæra framherja, þið vitið alveg hvað hann hefur gert á þessari leiktíð, en þangað til næst…bless!