
Þar með hefur fjórði íslendingurinn hoppað um borð í Lokeren-skútuna því fyrir hjá félaginu eru Arnar Grétarsson, Arnar Þór Viðarsson og Rúnar Kristinsson. Stabæk skuldar ennþá Breiðabliki um 4-5 milljónir króna fyrir kaupin á Marel Jóhanni á sínum tíma og er líklegt að nú fái Breiðablik þennan pening borgaðan. Þess má einnig geta að Breiðablik fær hluta af söluverðinu sem Lokeren greiðir fyrir Marel Jóhann. Samkvæmt reglunum á sú upphæð að vera í kringum 10% af söluverðinu sem er nærri að vera um 2,4 milljónir króna. Marel sagði við Morgunblaðið að gengið yrði frá samningum út þetta tímabil og næstu þrjú til viðbótar. Forseti Lokeren vill að Marel verði tilbúinn um næstu helgi en þá mætir liðið Genk.