Enska úrvalsdeildarliðið í knattspyrnu Liverpool hefur ekki unnið leik í deildinni í s.l. ellefu leikjum og hafa nú kallað á fyrrum stórstjörnu liðsins og markaskorara Ian Rush til þess að aðstoða við þjálfun liðsins. Rush er ætlað það hlutverk að vera framherjum liðsins til halds og trausts en hann hefur að undanförnum misserum menntað sig í knattspyrnufræðum.
Viðræður við Rush hafa staðið yfir í nokkra mánuði en framherjarnir Michael Owen og Emile Heskey hafa ekki fundið leiðina að markinu í vetur.
Rush hefur stýrt knattspyrnuskólum hér á landi á undanförnum árum í samvinnu við Þrótt og nú síðast Fylki.