Enskir fjölmiðlar greindu frá því í dag að Matthew Upson varnarmaður Arsenal hafi neitað að ganga til liðs við Birmingham.
Þá var einnig greint frá því að Shaun Goater hjá Manchester City sé á leið til Bolton þetta kemur til vegna þess að það er talað um að Michael Ricketts sé á leið til Tottenham því að Tottenham eru að selja Sergei Rebrov til Fenerbache.
Goater fæddist í Bermuda og hefur leikið með Manchester United, Rotherham, Notts county og Bristol en þaðan keypti Joe Royle hann á 400,000 pund árið 1998. Hann hefur leikið yfir 200 leiki fyrir City og skorað yfir 100 mörk. Hann er þekktur sem “the goat” eða “geitin”.
Michael Ricketts er Bandarískur/Enskur. Hann hóf ferilinn hjá Walsall og skoraði þar 14 mörk í 31 leik. Hann var svo keyptur til Bolton í Júlí árið 2000 á 250,000 pund. Hann er stór og sterkur og hefur skorað ófá mörkin og átti hann hvað stærstan þátt í að halda liði Bolton í úrvalsdeildinni í fyrra.
Einnig er talað um að Steve McClaren ætli að fá tvo Derby menn til liðs við sig en þetta eru þeir Chris Riggott og Malcolm Christie sem var einnig orðaður við W.B.A., þá er einnig talað Fulham vilji fá Tyrkneska miðvörðinn Alpay sem hefur ekki verið í náðinni hjá Graham Taylor að undanförnu. Þá er Ricardo Quaresma orðaður við Man U og er Sir Alex sagður reiðubúinn að greiða Sporting 12 milljónir fyrir kauða. Piltur er aðeins 18 ára. Þá má einnig læða því að, að Marel Baldvinsson landsliðsmaður í knattspyrnu er búinn að samþykkja að ganga til liðs við Lokeren í Belgíu.
Þetta var slúðurpakki dagsins, kveðja Gummo55