Leikir dagsins eru Tottenham v Everton og Birmingham v Arsenal.
Tottenham v Everton: Þetta er athyglisverður leikur sem fram fer á White Hart Lane í London en þar hafa Tottenham menn aðeins tapað einu sinni á þessari leiktíð. Þeir þurfa að rífa sig upp eftir 4-0 tap í bikarnum á móti Southampton. Hoddle getur stillt upp sínu sterkasta liði í dag en það sama er ekki að seigja um collega hans hjá Everton, David Moyes því að David Weir er í banni, Tony Hibbert meiddur og Steve Watson, Joseph Yobo, Alessandro Pistone og Alan Stubbs eru allir tæpir, þess vegna komu kaupin á Egyptanum Ibrahim Said á góðum tíma. Everton hefur gengið heldur illa yfir hátíðirnar og töpuðu t.a.m. fyrir Shrewsbury í bikarnum 2-1.
'I hnotskurn: Þetta verður markaleikur sem Tottenham vinna 3-1 Robbie Keane verður í stuði.
Birmingham v Arsenal: Þessi leikur verður háður á St. Andrews, heimavelli Birmingham. Það er þónokkuð um meiðsl hjá varnarmönnum liðsins en Darren Purse, Kenny Cunningham, Michael Johnson, Steve Vickers og Olivier Tebily eru allir frá vegna meiðsla. Steve Bruce hefur verið duglegur á leikmannamarkaðinum upp á síðkastið, og keypt Jaime Clapham, Stephen Clemence og Cristophe Dugarry og fengið Ferdinand Coly að láni út tímabilið. Birmingham hafa verið mjög slappir upp á síðkastið og eru að þokast niður töfluna, þeir eru dottnir út úr bikarnum eftir 3-1 tap á móti Fulham, en kannski ná nýjir menn að ferska upp á leik Birmingham. Arsene Wenger gat leyft sér að hvíla lykilmenn á móti Oxford í bikarnum svo að liðið ætti að vera 100% leikfært fyrir leikinn.
'I hnotskurn: Þetta verðir auðveldur 1-3 hjá Arsenal, Dugarry skorar mark Birmingham en Wiltord og Henry 2 skora fyrir Arsenal.
Kær kveðja Gummo55