Inter Milan hefur samþykkt 12 milljón punda tilboð frá Chelsea í Robbie Keane. Keane á þó eftir að samþykkja söluna og það þykir ekkert öruggt að hann eigi eftir að gera það. Keane neitaði í gær samningi við West Ham en Inter hafði samþykkt 10 milljón punda tilboð liðsins í Keane. Sjálfur hefur Keane lýst því yfir að hann vilji vera áfram á Ítalíu og berjast fyrir sæti sínu í liði Inter en þó kann svo að fara að hann láti freistast af tilboði Chelsea þar sem hann hefur lítið fengið að spreyta sig með Inter.
Leeds er enn eitt liðið sem hefur látið í ljós áhuga sinn á að fá Keane til liðs við sig og líklega bara spurning hvenær liðið býður í hann. Það er því óhætt að segja að Robbie Keane sé eftirsóttasti framherjinn hjá enskum liðum í dag.