Southampton Southampton hafa verið að spila frábæra og árangursríka knattspyrnu undir stjórn rauðhærða skotans Gordon Strachan. Þeir eru núna í 5.sæti og eru því einu sæti frá meistaradeildarsæti. Þeir eru með ungt lið og eru margir góðir leikmenn þar á bæ. Fyrstan ber að nefna James Beattie sem hefur farið gjörsamlega á kostum í ár og er markahæstur í deildinni með 15 mörk að ég held.

Wayne Bridge er einnig skemmtilegur leikmaður sem getur spilað sem vinstri bakvörður og sem kantmaður, þó ég sé nú hrifnari af honum sem bakvörð.

Antti Niemi er góður og traustir markvörður sem kom frá Hearts í Skotlandi hann er stór og mikill og hans framlag hefur hjálpað Southamton mikið. Hann er þó ekki allsöruggur um sæti því velski markmaðurinn Paul Jones bíður óþreyjufullur eftir sæti í liðinu.

Gordon Strachan tók við Southampton liðinu af Stuart Gray sem var rekinn eftir hræðilega frammistöðu í fyrra, þá voru Southamton á botninum og blés ekki byrlega fyrir þá hvít/rauðu. En Strachan sem var vanur fallbaráttunni með Coventry sem hann var rekinn frá náði að bjarga Southampton frá falli og vel það! Hann náði 14.sæti held ég og hann kom ferskum anda í liðið. Hann keypti nokkra menn fyrir þetta tímabil á borð við Magnus Svensson, Antti Niemi og Fabrice Fernandez. Eins og ég kom inn á áðan þá eru þeir í 5.sæti deildarinnar sem er þeirra besti árangur í háa herrans tíð og hafa ekki tapað í 10 leikjum í röð! Hver veit nema að Southampton verði í meistaradeildinni á næsta ári? En eitt er ljóst, það eru spennandi tímar framundan á St. Mary's.

Segið endilega skoðanir ykkar á Southampton, kveðja Gummo55