Í dag var gengið frá því að Oliver Dacourt, 27 ára franskur miðjumaður, gengi til liðs við Roma frá Leeds. Um er að ræða lánssamning út tímabilið með möguleika á kaupum í lok tímabils, ef Rómverjum líkar þá eitthvað við kauða. Það er búið að ganga frá kaupverðinu en það hefur að því er ég veit, ekki enn verið gefið upp. Dacourt gekk til liðs við Leeds í mai árið 2000 fyrir 7 milljónir punda frá Lens í Frakklandi. Dacourt hefur þurft að leita á önnur mið eftir stjóraskipti hjá Leeds en hann hefur verið úti í kuldanum það sem af er tímabilinu þar.
Kynþáttahatur er mikið á Ítalíu og útlendingar eru oft lagðir í einelti, sérstaklega litaðir. Það er því örugglega ekki fyrir hvern sem er að fara þangað en spurningin er hvort hann eigi eftir að standa sig þar.