Enska blaðið Sunday People segir að Manchester United vilji kaupa franska framherjan David Bellion frá Sunderland fyrir 3 milljónir punda. Þeir vilja frekar klára málin strax heldur en að setja kaupverðið fyrir dóm, en samningur Frakkans rennur út í sumar.
Bellion var keyptur frá Cannes sumarið 2001 og samningur hans við Sunderland rennur út í júní nk., og hann hafnaði seinasta samningstilboði sem Sunderland menn buðu honum.
Í seinasta mánuði bárust fregnir af því að United væru tilbúnir að borga eina milljón punda, og það virðist nú hafa hækkað upp í þrjár milljónir, og mun samningurinn sem bíður Bellion vera til fimm ára með 20.000 í vikulaun.
Áhugi United á Bellion jókst til muna eftir að Ricky Sbragia fór frá Sunderland til Mancester sem varaliðsþjálfari.
Bellion er fæddur í París síðla árs 1982 og er með tvöfalt ríkisfang, senegalskt og franskst. Hann segist vilja spila með Frakklandi, en útilokar þó ekki Senegalana, það hafi ekkert verið talað við hann enn og því hafi hann ekki ákveðið sig. Hann fór til Cannes þegar hann var 14 ára gamall, og fylgir þar með í fótspor Patrick Vieira. Bellion skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri Sunderland á Aston Villa fyrr á þessari leiktíð. Hann er eldfljótur og getur einnig spilað stöðu kantmanns, þó framherjastaðan sé í mestu uppáhaldi