
Sigurbjörn setti met í efstu deild Íslandsmótsins fyrir tveimur árum þegar hann skoraði úr 8 vítaspyrnum um sumarið og alls 9 mörk sem var það mesta sem leikmaður Vals hafði gert á einu tímabili síðan 1992. Fyrir nokkru spilaði hann í sænsku úrvalsdeildinni með liði Trelleborg en náði ekki að festa sig í sessi þar og voru það meiðsli sem komu í veg fyrir það. Hann fór því aftur til Valsmanna. Eins og áður sagði hefur Sigurbjörn leikið sérstaklega vel með Val í sumar og það verður fróðlegt að fylgjast með honum í úrvalsdeildinni í sumar ef allt gengur að óskum.
Sigurbjörn Hreiðarsson.
Fæddur: 25.11.1975.
Félag: Valur.
Fyrri félög: Trelleborg og Dalvík.
Giftur/sambúð: Sambúð.
Börn: Tvö.
Átrúnaðargoð: Maradonna og Arnór Guðjohnsen.
Uppáhalds lið í enska: Liverpool og Luton.
(Upplýsingar fengnar af valur.is og fotbolti.net)