Hérna koma fréttir af mínu uppáhalds liði í ítölsku deildinni
(ROMA)
AS Roma hefur áhuga á Hollendingnum spræka Kiki Musampa hjá Malaga. Musampa hefur leikið frábærlega á þessari leiktíð en hann er einnig undir smásjá Newcastle.
Fernando Morientes leikmaður Real Madrid gæti verið á leið til Roma. Morientes hefur fengið fá tækifæri með Real á leiktíðinni en flestir stjórar myndu ekkert hafa móti að fá hann í sitt lið. Einnig hefur Tottenham reynt að fá hann en þeir buðu í hann fyrir tímabilið en því tilboði var hafnað. Tottenham ætlar væntanlega að reyna lánssamning núna en Morientes er spenntari fyrir Roma. En þetta kemur allt í ljós.
Nýjustu fréttir herma að Gabriel Batistuta fari ekki í ensku deildina í janúar heldur muni hann skrifa undir samning við Tyrkneska liðið Fenerbahce strax eftir áramótin. Batistuta er sagður hafa fengið tilboð sem erfitt hafi verið að hafna frá Fenerbahce sem er á toppi deildarinnar. Fréttirnar herma að Batistuta hafi verið boðnar 3 milljónir Evra í tekjur hjá félaginu í samningi sem er til árssins 2005. Félagi Batistuta hjá argentíska landsliðinu, Ariel Ortega leikur nú með Fenerbahce.