Claudio Ranieri
Lið: Chelsea
Ráðinn: 18/ 09/ 2000
Fæðingardagur: 20/ 10/ 1951
Fyrrverandi lið: Atletico de Madrid, Valencia, Fiorentina,
Campania, Cagliari.
Ranieri byrjaði að þjálfa í heimalandi sínu, lið Campania, áður en hann
tók við Cagliari í 3.deild og kom þeim í Serie A á árunum 1989-1991.
Næst tók hann við liði Napólí, þar náði hann engum árangri, en vann þar með ungum og efnilegum leikmanni að nafni Gianfranco Zola.
Ranieri var svo ráðinn til Fiorentina, og aftur náði hann að koma liði upp í Serie A, þetta var árið 1994. Næsta ár gerði hann þá svo að bikarmeisturum.
Ranieri flutti svo til Spánar þar sem hann tók við liði Valencia. Hann bætti þá öðrum bikarmeistaratitli í safnið þegar hann vann spænska bikarinnárið 1999, það var svo hann sem lagði grunninn að
því liðið komst í úrslit meistaradeildar Evrópu tvö ár í röð undir stjórn Héctor R. Cúper.
Ranieri hafði yfirgefið lið Valencia sem brilleraði næstu tvö árin. Hann ákvað því að taka við liði Atletico de Madrid sumarið 1999. Hann keypti Jimmy Floyd Hasselbaink til félagsins fyrir 12 milljónir punda, og hann átti eftir að vera markahæsti maður deildarinnar það tímabil. Ranieri yfirgaf svo Vicente Calderon
heimavöll félagsins þegar fall blasti við félaginu. Þeir féllu svo það tímabil.
'I september árið var Ranieri talinn heitasti maðurinn í starf knattspyrnustjóra Chelsea, eftir að Gianluca Vialli var rekinn. Ranieri fékk svo starfið.
Ranieri talaði litla sem enga ensku þegar hann kom til Chelsea. Hann átti í miklum samskiptaörðugleikum en það var ekki mjög vænlegt hjá liði eins og Chelsea sem höfðu engan stöðugleika. En reynsla hans hjálpaði honum að byggja upp lið sem var tilbúið að berjast um sæti í Evrópu.
Með tvo nýja framherja Eið Smára Guðjohnsen og Jimmy Floyd Hasselbaink sem hann þjálfaði hjá Atletico Madrid og einn farinn, Chris Sutton sem stóð ekki undir væntingum, náði Ranieri 6.sæti á sínu fyrsta tímabili sem þýddi að þeir voru enn einu sinni í UEFA keppninni.
Ranieri fór svo í enskukennslu fyrir tímabilið 01/02. Hann keypti nokkuð mikið af leikmönnum á borð við Frank Lampard, Emmanuel Petit, William Gallas og Boudewijn Zenden og losaði sig einnig við slatta: Frank Leboeuf, Bernard Lambourde, Jon Harley, Dennis Wise og Gus Poyet.
Aftur náðu Chelsea-menn ekki tilætluðum árangri það tímabil, náðu aðeins 6.sæti aftur, og duttu út úr UEFA bikarnum á móti Hapoel Tel-Aviv í 16-liða úrslitum. En þó komu nokkrir menn á óvart eins og Eiður Smári sem spilaði frábærlega í framlínunni með Jimmy Floyd, Carlo Cudicini kom líka mjög á óvart í þeim leikjum sem
hann spilaði. Þessi lélegi árangur þýddi að Ranieri var kominn undir smá pressu fyrir næsta tímabil.
Fyrir tímabilið 02/03 þá gátu þeir ekki keypt mikið, þeir fengu aðeins Enrique de Lucas og Felipe Oliveira til að styrkja hópinn, en hinsvegar misstu þeir hinn bráðefnilega Sam Dalla Bona til AC Milan á bosman. Hann vonaðist einnig til að uppaldir Chelsea menn myndu ná að láta ljós sitt skína, leikmenn á borð við Carlton Cole semer nú í láni hjá Wolves.
Tímabilið 02/03 hefur gengið eins og í sögu og Chelsea menn eru í baráttu um enska meistaratitilinn og eru í 3.sæti þegar tímabilið er rétt rúmlega hálfnað. Bestu menn þeirra í ár hafa verið markmaðurinn Carlo Cudicini, framherjinn Gianfranco Zola
og varnarmaðurinn William Gallas.
Takk fyrir mig, kær kveðja Gummo55