Þeir 10 íþróttamenn sem fengu flest atkvæði hjá íþróttafréttamönnum um kjör á íþróttamanni ársins voru. Hér kemur svo stuttar lýsingar og álit mitt um hver þeirra ætti þetta skilið.
Ásthildur Helgadóttir, knattspyrnukona hefur verið fremsta knattspyrnukona landsins í nokkur ár og spilað frábærlega, átti mikinn þátt í góðum árangri íslenska landsliðsins.Mitt álit um sæti: 7.
Eiður Smári Guðjohnsen, átti frábært tímabil hjá Chelsea og var stórkostlegur og stóð undir væntingum, án efa besti knattspyrnumaður íslands, stóða sig ágætlega með landsliðinu þó sérstakleg gegn litháen þar sem hann vann leikinn fyrir ísland.
Mitt álit um sæti: 3
Guðni Bergsson: Leikmaður með bolton í englandi, var einn af bestu varnarmönnum í ensku deildinni og spilaði betur en aldrei fyrr þrátt fyrir aldurinn. Átti örugglega sitt besta tímabil með bolton, spilar enn frábærlega með bolton og er fyriliði og lykilmaður í vörn þess. Mín spá um sæti: 4
Jón Arnar Magnússon: Er tilnefndur ár eftir ár, þrátt fyrir að hafa gert voða lítið þetta árið, náði ágætum árangri á einhverju móti en það tryggir honum ekki hærra en 9.sæti af mínu mati.
Örn Arnarson, er búinn að vera í fríi í vetur og ekkert búinn að gera neitt merkilegt fyrr en núna í endanum á árinu, nær að troða sér fram fyrir Jón Arnar 8.sæti er hans
Kristín Rós Hákonardóttir: Er sú íþróttamanneskja sem átti titilinn skilið í fyrra, enda vann hún allt sem hægt er að vinna og setti hvert heimsmetið á fætur öðru, en þar sem fatlaðir íþróttamenn eru ekki metnir eins góðir eða merkilegir þá fékk hún ekkert, var ekki eins góð núna og í fyrra en á samt skilið 2.sætið. Frábær íþróttakona
Ólafur Stefánsson: Tvímælaust íþróttamaður ársins 2002, leiddi Íslenska liðið til 4.sætis á heimsmeistaramótinu í svíðþjóð og átti hvern stórleikinn á fætur öðrum, ekki bara með landsliðinu heldur líka Magdeburg, sannaði það að hann er einn af 5 bestu handknattleiksmaður í heiminum og á skilið íþróttamann ársins.
Jón Arnór Stefánsson: Efnilegasti og einn sterkasti íslenski körfuknattleiksmaðurinn. Bróðir ólafs stefánssonar. Er að standa sig frábærlega með Trier í þýskalandi og er orðinn lykilleikmaður þar ásamt íslenska landsliðinu. sæti: 5.
Rúnar Alexandersson: Sýndi að hann væri langbesti fimleika maður sem íslendingar hafa átt. stóð sig ágætlega í stórmótum og vann allt á íslandi sem hægt er að vinna. Sæti:6.
Ólöf María Jónsdóttir: Vermir botnsætið þar sem ég hef aldrei nokkurn tíman heyrt um hana, golfheimurinn verður því miður að sætta sig við þetta, hafði ekki heyrt um hana fyrr en núna, gerði örugglega fullt af merkilegum hlutum í sumar.