Hinn ungi leikmaður og varnarmaður Djimi Traore hefur framlengt samning sinn við Liverpool til 4 ára sem er mjög gott fyrir klúbbinn. Drengurinn á framtíðina fyrir sér og er efni í úrvals leikmann.
Ég held að Houllier sé að gera rétta hluti þó svo að stöðugleiki liðsins sé misjafn í augnablikinu.
Menn verða að taka tillit til þess að hann er líka að hugsa um framtíðina, eftir undirritun samningsins sagði hann orðrétt
“Some clubs have taken a different approach buying older, established players but we are building a squad who will grow together and reach their peak at the same time. Igor Biscan has the potential to be world class, whereas further down the line Gregory Vignal and Daniel Sjolund have very promising futures.
You have to buy potential as we have done with Emile Heskey and Igor.”
Ég held að með þessu markmiði getur leiðin ekki legið á neinn veg nema uppá við.
Það er stór leikur framundan þann 17. des þegar Liverpool sækir Man. Utd. heim á Old Trafford, vonandi verður þetta góður og spennandi leikur, og vonum einnig að Barmby og Hamann verði búnir að jafna sig.