AC Milan Ég ætla hér stuttlega að tala um uppáhaldsliðið mitt í ítölsku deildinni, AC Milan.
Fullt nafn: MILAN ASSOCIAZIONE CALCIO s.p.a.
Stofnað: 16. desember 1899
Heimavöllur: San Siro, Milan
Búningur: Svartur og rauður
Forseti: Silvio Berlusconi (forsætisráðherra Ítalíu!)

AC Milan er næst sigursælasta lið Ítalíu á eftir Juventus með 16 meistaratitla, en þeir komu á þessum árum.
1902 – 1907 – 1908 – 1951 – 1955 – 1957 – 1959 – 1962 – 1968 – 1979 – 1988 – 1992 – 1993 – 1994 – 1996 – 1999.
Þeir hafa unnið ítölsku bikarkeppnina 4 sinnum: 1962 – 1972 – 1973 – 1977.
Milan hefur unnið Evrópukeppni meistaraliða (heitir nú Meistaradeildin) fimm sinnum: 1963 – 1969 – 1989 – 1990 – 1994.
Árið 1994 unnu þeir Barcelona í úrslitaleik 4-0 !! Mikil umræða hafði verið fyrir þann leik um það að Milan léki varnarbolta en Barcelona væri táknmynd sóknarboltans. Það kom því öllum á óvart að Milan blési til sóknar og rúllaði yfir Barcelona.
Eitt mesta gullaldarskeið í sögu knattspyrnunnar hófst er Silvio Berlusconi keypti AC Milan á miðjum 9. áratugnum. Arrigo Sacchi varð þjálfari og til liðsins kom hið fræga holenska þríeyki: Marco Van Basten, Ruud Gullit og Frank Riikaard.
Fabio Capello tók síðan við liðinu og undir hans stjórn léku þeir leiktíða 1991-1992 án þess að tapa einum einasta leik í deildinni. Það er fyrsta og eina skiptið sem það hefur verið gert. Milan hélt áfram án þess að tapa í alls 58 deildarleikjum, sem verður að teljast eitt mesta afrek í sögu ítölsku deildarinnar. Milan lék á tímabili 100 leiki í ítölsku deildinni og tapaði aðeins tveimur þeirra !
Eftir mjög daprar leiktíðir 2000-2001 og 2001-2002 er AC Milan aftur komið á topp ítölsku deildarinnar. Þeim hefur einnig gengið frábærlega í Meistaradeild Evrópu.