'Eg ætla að fjalla stuttlega um manninn sem þjálfar Liverpool og hefur verið töluvert gagnrýndur upp á síðkastið.
Gérard Houllier
Lið: Liverpool
Ráðinn: 12/11/1998
Fæðingardagur: 03/09/1947
Lið sem hann hefur þjálfað: Paris SG, Frakkland, Lens, Nioux Les Mines.
Gérard Houllier kom fyrst til sem knattspyrnustjóri ásamt Roy Evans sem var fyrir. Þetta var sumarið 1998. Þetta var samband sem entist aðeins í fjóra mánuði, en Roy Evans var rekinn í nóvember sama ár. Þá var Houllier kominn með stjórn.
Hans reynsla sem þjálfari kom í heimalandi hans, Frakklandi. Þar þjálfaði hann Noeux Les Mines sem unglinga og aðalliðsþjálfari á árunum 1976-1982. Hann náði að koma félaginu upp úr 3.deild upp í 2.deild ásamt því að hafa unnið marga titla með yngri liðum klúbbsins. Hann þjálfaði svo Lens í 3. ár og kom þeim í UEFA keppnina. Hann fór svo til Paris SG árið 1985, og hann gerði þá að frönskum meisturum sama ár. Þess vegna var han aðlaður í franska ráðhúsinu og er því Sir (veit ekki hvað það er á frönsku) í Frakklandi.
Houllier fæddist í Therouanne í norður-Frakklandi. Gerard spilaði með Le Tourquet árið 1973 og fór til að verða þjálfa unglingalið Arras. Frekar en að verða atvinnuþjálfari þá ákvað Houllier að læra að vera kennari og hefur hann góða menntun á því sviði.
Hollier fór að vinna með franska landsliðinu 1988, þá var hann þjálfari unglingalandsliðsins þ.e.a.s U-18. Hann varð svo áðalþjálfari hjá franska landsliðinu strax eftir þá keppni. Tilraun hans til að koma franska liðinu á HM 1994 endaði með hryllingi. Þá sneri hann aftur til að þjálfa U-18 ára landsliðið sem vann svo U-18 evrópukeppnina árið 1996.
Hann varð svo þjálfari franska liðsins sem að U-20 heimsmeistarakeppnina árið 1997. Houllier var einnig tæknilegur ráðgjafi franska landsliðsins á árunum 90-98. Hann valdi líka hóp franska landsliðsins sem fór á HM-98 og eins og flestir vita þá sigraði franska liðið í þeirri keppni undir stjórn Aime Jacquet.
Það var nokkuð óvænt þegar hann tók tilboði Liverpool til að vera knattspyrnustjóri með Roy Evans. En það voru auðvitað mörg vandamál sem fylgdu því að hafa tvo þjálfara í brúnni. Evans var svo rekinn sumarið 1998 og hafði Houllier þá fulla stjórn og réði Phil Thompson gamlan varnarmann úr Liverpool til að vera sér til halds og trausts.
Houllier endurbyggði algjörlega liðið lið og kom að nýju trúnni í liðið og stuðningsmenn sem hafði ekki verið mikil undanfarin misseri. Stuðningsmenn Liverpool voru farnir að halda að Liverpool gætu farið að berjast um titla, sem var nákvæmlega það sem þeir gerðu.
Fyrsta tímabil Houllier sem aðalknattspyrnustjóri endaði ekki vel Liverpool enduðu í 7. sæti.
En tímabilið 00/01 er lengi í minnum haft hjá stuðningsmönnum Liverpool þá unnu Liverpool þrennuna glæsilegu þ.e.a.s. deildarbikarinn, F.A. bikarinn og UEFA bikarinn.
En ekki bara það því að í fyrsta sinn í mörg ár náðu Liverpool sæti í meistaradeild Evrópu.
'Utlitið fyrir tímabilið 01/02 var gott en þá kom óvæntur hlutur upp í hálfleik á leik Leeds og Liverpool var farið með hann í sjúkrabíl á spítala þar sem var framkvæmd vandasöm 11 tíma hjartaaðgerð.
En sem betur fer náði hann fullum bata en í fríinu hans náði Phil Thompson að koma liðinu í milliriðla í meistaradeildinni og að halda þeim í toppbaráttunni í ensku deildinni.
Houllier sem að hafði stjórnað miklu í gegnum síma, sneri aftur eftir 5 mánaða fjarveru kom hann aftur í leik gegn Roma þar sem Liverpool unnu á tilfinningaþrungnu kvöldi.
Þeir voru slegnir út úr meistaradeildinni í 8-liða úrslitum á móti Leverkusen í æsispennandi leik þar sem Leverkusen skoruðu á síðustu stundu og komust í undanúrslit keppninnar. En þó var Houllier stoltur af afrekum Liverpool í keppninni og þetta var án vafa frábær endurkoma Liverpool í þessa keppni.
Liverpool náðu einnig 2.sæti þetta tímabil, fyrir ofan Manchester sem voru í 3.sæti. Þetta þýddi að þeir voru komnir beint í undanriðla meistaradeildarinnar næsta ár.
Liverpool eru sem stendur í 6.sæti deildarinnar en þeir virðast vera á uppleið þeir duttu út úr undanriðlom meistaradeildarinnar en eru komnir í undanúrslit deildarbikarsins og eru ennþá í F.A. bikarnum.
Fleira var það ekki um Gérard Houllier að sinni, vona að þið hafið notið þess að lesa um hann.
Kær kveðja, gummo55