Maradona var valinn í kosningu á heimasíðu FIFA á netinu, sem upprunalega átti að vera eina kosningin, og fékk þar 53,6% atkvæða en Pele aðeins 18%. Þar sem Maradona þótti ekki nógu góð fyrirmynd fyrir ungviðið í knattspyrnunni m.a. vegna kókaínneyslu var brugðið á það ráð, þegar ljóst var að hann myndi vinna, að veita önnur verðlaun þar sem starfsmenn FIFA, landsliðsþjálfarar og blaðamenn kusu. Í þeirri kosningu fékk Pele 72,75% atkvæða, Alfredo Di Stefano, fyrrum framherji Real Madrid, fékk 9,75% en Maradona aðeins 6%
kv.