Er Bjarki Gunnlaugs á leið í KR?
Fréttablaðið greinir frá því í morgun að Bjarki Gunnlaugsson væri að öllum líkindum á leið í KR. Bjarki sem er 31.árs lék með KR fyrir þremur árum er liðið varð íslands og bikarmeistari og hélt þaðan til Preston á Englandi. Eins og flestir vita spilaði Bjarki í sumar með Skagamönnum en þurfti að hætta á miðju móti vegna þrálátra meiðsla sem að hann hefur átt við að stríða í mjöðm. Hann hefur nú ásamt bróður sínum opnað tískufataverslun í bænum. Bjarki spilar oftast sem djúpur sóknarmaður og hefur lengi verið atvinnumaður í fótbolta, m.a. með Brann í Noregi og Feyenord í Hollandi. Fréttablaðsmenn hringdu í Bjarka vegna málsins og vildi hann ekkert staðfesta en sagði þetta: “Er ekki alltaf eitthvað til í öllum kjaftasögum!”.