Tek það fram að ég var á Teamtalk þar sem þeir pæla og pæla og pæla og pæla, meira segja yfir jólin.
Annars langar mig að byrja þessa litlu ritgerð á að fara yfir forsíðu huga, punkts og is rétt fyrir kl. 18 á aðfangadag. Þar eru 12 stykki greinar og þær heita aldeilis svipuðum nöfnum sem eru:
Gleðileg jól,
Höf. Brnson – undir Grafík
Gleðileg jól,
Höf. Hress- undir símadeild
Gleðileg jól,
Höf. Dawg – undir Eve
Áskorun, jólin eru tími eyðsluseggja,
Höf. Wbdaz – undir Champ. Manager
Gleðileg jól,
Höf. Droopy – undir Star Trek
Gleðileg jól,
Höf. Harpajul – undir Börnin okkar
Gleðileg jól,
Höf. Gaesamamma – undir The Sims
Gleðileg jól,
Höf. MutaNT - undir Hokkí
Gleðileg jól,
Höf. Daywalker – undir Ferðalög
Gleðileg jól,
Höf. Geirig – undir Geimvísindi
Gleðileg jól,
Höf. Daywalker en nú undir Tónlist
Og svo (algjört stílbrot)
Gleðileg jazzjól
Höf. Hvurslags – undir, jú rétt hjá þér, auðvitað – jazz.
Að sjálfsögðu segi ég líka gleðileg jól, við allt þetta fólk og ykkur líka, jafnvel þó þið haldið ekki með Leeds.
Annars eru aðalgreinarnar núna um hverjir eru meiddir, hverjir koma inn og hverjir detta út og hvað þjálfararnir eru að pæla og auðvitað vita þeir allt um það á teamtalk, þvi þeir vita allt.
Talið er að Beckham og Veron komi beint inn í liðið – þ.e. Man Utd – á móti Middlesbrough annan í jólum. Roy Keane er til en verður væntanlega á bekknum, Blanc verður væntanlega hress en kemst sennilega ekki í liðið og Ferdinand er farinn að æfa á fullu og verður kannski með á móti Birmingham á laugardaginn, ef hann kemst þá í liðið, sem því miður hefur verið að spila mjög vel upp á síðkastið. Töpuðu þó á móti Blackburn sem mér fannst fínt, en ekki öllum hér.
Spurningin er hvort Ferguson tímir að skipta á Beckham og Solskjær, en Solskjær gerir ekki minna fyrir liðið hægra megin en Beckham.
Því miður fyrir Middlesb. er George Boateng meiddur eftir að Broonkchurst – æ, man ekki hvernig það er skrifað – hrinti honum um daginn (Arsenalleikurinn) og Joseph- Desire Job kemur inn í staðinn. Þetta er slæmt því Boateng er nokkurskonar Keane og Viera týpa, sterkur og stjórnar spilinu.
Geremi og Greening verða sennilega einnig á miðjunni og Greening hlakkar örugglega til.
Steve McClaren hlakkar líka til og segir að þeir séu sterkir á heimavelli og ætli sko að vinna.
Ranieri hefur sett haus í bleyti því allir vilja vera með á móti Southamton. Hann þarf að velja á milli en Desailly er til í slaginn. Hann getur valið úr sínum bestu mönnum bæði í vörn og sókn og Grönkjær vill byrja einu sinni inná og Stanic þarf sennilega að lúffa.
Einhverjir koma inn hjá Everton eftir meiðsli, aðrir eftir bann en vandamálið er að aðrir eru nú meiddir og David Unsworth fer í bann. Þeir spila á móti Birmingham.
Nokkrir eru tæpir þar á bæ, meðal annars Savage og Steve Bruce og hans menn eru ennþá fúlir yfir að Everton jafnaði á síðustu mínútu á Goodison park og segjast ætla að vinna. Það verður ekki létt, enda Everton eiginlega bara spútnikliðið í deildinni, kannski fyrir utan mína menn í Leeds sem eru spútnikliðið á vitlausum enda!
Heskey kemur væntanlega inn í lið Liverpool á móti Blackburn. Hamann verður að öllum líkindum ekki með og Houllier hefur gefið hint um að annað hvort verði hann með þrjá frammi eða Owen detti út. Baros verður örugglega með, ef hann verður ekki dæmdur í lífstíðar bann fyrir að skafa undan tökkunum á andlitinu á einhverjum Villamanni um daginn. David Dunn er tæpur hjá Blackburn.
Svo virðist sem Venables geti bara valið að vild í liðið að þessu sinni en menn eru að hressast hjá Leeds eftir mikil meiðsl.
Þó er Barmby alveg out næstu 2 mánuði eftir að hafa farið í aðgerð á föstudaginn og Bridges greyið missir af þessari leiktíð eins og tveim síðustu og ég dauðvorkenni þessum efnilega strák.
Fyrrum stjóri Leeds sem nú er hjá Sunderland, Howard Wilkinson, segist ekki ætla að gera miklar breytingar gegn Leedsurum, en hans mönnum tókst að jafna eftir að vera 2-0 undir gegn WBA um daginn. Phillips skoraði held ég bæði mörkin og verður auðvitað með en Jason McAteer er ekki með á næstunni eftir að hafa farið í aðgerð.
Hjá Aston Villa eru einhver vandræði en Ronny Johnsen er meiddur og Ian Taylor líka en Villa sækie Man City heim. Keegan er í vandræðum því margir banka á dyrnar í aðalliðinu og talið er að Darren Huckerby komi inn í framlínuna með Anelka á kostnað Shaun Goater.
Svo pínkupons um eftirsóttan leikmann, en Venables er lengi búinn að vera á eftir Kleberson, landsliðsmanni Brassa. Martin O´Neill hjá Celtic vill hann líka og Kleberson er farinn eitthvað að stúdera skosku deildina, þó sérstaklega Rangers en segist þó ekki síður vilja í enska boltann og þá til Leeds. Umbinn hans virðist helst vilja að hann fari til Leeds en þeir eru varla borgunarmenn fyrir einu eða neinu akkúrat eins og er þannig að úr vöndu er að ráða.
Eins er talað um að Leeds vilji einnig fá hinn 18 ára Rodinho – hinn nýja Pele, segja þeir, takk fyrir – en hann spilar fyrir gamla lið Pele´s, Santos. Í klásúlu í samningi hans stendur að hann megi fara fáist boð upp á 6,5 millur og Umbinn hans segir að Leeds vilji pilt og fari ekki dult með það. Ætli þeir selji ekki einhvern fyrst en mér þykir verst að fullt af liðum vilja þá sem í raun eru ekki til sölu og bara mega alls ekki fara, Mills ( td Middlesbrough), Robinson markmann (td Barcelona) og Woodgate ( man ekki hverjir) en erfiðara er að selja þá sem eru í raun til sölu.
Sjitt.
Gleðileg jól, samt.
-gong-.