Að sögn blaðsins News of the world er Jaap Stam, leimaður Lazio á Ítalíu mjög líklega á förum frá félaginu en Lazio skuldar Stam sem og öðrum leikmönnum félagsins laun margra vikna. Stam verður leyft að rifta samning sínum við félagið ef það borgar honum ekki laun síðustu 4 mánaða á næstu 10 dögum, en mörg lið á Englandi hafa verið orðuð við kappann s.s. Arsenal, Liverpool, Newcastle og Man City.
Varnarmaðurinn efnilegi hjá Ajax, Christian Chivu er hugsanlega á förum frá félaginu en Forráðamenn Ajax ætla ekki að standa í vegi fyrir að kappinn fari en Real Madrid er eitt af fjölmörgum liðum sem vilja klófesta Rúmenan snjalla.
Nú að lokum er sagt að úrvalsdeildarliðið Fulham séu mjög heitir fyrir Argentíska framherjanum Gabriel Omar Batistuta en hann er núna að mála hjá ítalska liðinu Roma.
Batistuta vill mikið færa sig yfir í ensku úrvalsdeildina og er sagt að hann sé heitastu fyrir að fara til London en bæði West Ham og Chelsea hafa verið orðuð við kappann.
Ég vil minna á að þetta er ekkert nema slúður og maður veit ekki í rauninni hvað af þessu er satt og hvað er ekki satt en ég vil endilega heyra ykkar álit á þessu.
Kv. Þorzku
ViktorXZ