
Þórður mun ekki ganga inn í lið ÍA því þeir eru með hinn stórgóða Ólaf Þór Gunnarsson milli stanganna hjá sér. Ólafur á eitt ár eftir af samningi sínum en heyrst hefur að Valur hafi mikinn áhuga á að fá Ólaf til liðs við sig. Þórður spilaði á sínum tíma með Val en er ekki í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum liðsins eftir að hafa yfirgefið liðið um leið og liðið féll og talað illa um liðið í sjónvarpsútsendingu. Ekki hefur hann skapað sér miklar vinsældir meðal KA-manna eftir nýjustu ákvörðun sína.