Thierry Henry er einn besti framherji sem ég hef séð spila….ef hann myndi bæta skallatæknina sína þá væri hann fullkominn framherji, ég er alls ekki að segja að hann sé lélegur skallamaður, það er bara að skallatæknin hans er ekki í sama standard og allir hinir sóknartilburðirnir…..hann er það næsta sem kemst fullkomnun í framherja í dag….En ég tel að Milan Baros eigi eftir að vera mjög góður, þó að það verði mjög erfitt að toppa Henry…en það gæti samt orðið að þegar menn tala um Henry eftir 25 ár, þá munu menn kannski tala um Baros í sömu andrá og þá sem komst næst honum…en við skulum bara bíða og sjá….Baros er bara 21 árs gamall og er þegar með þessa þvílíka tækni og áræðni sem framherjar þurfa…hann er mjög góður í dag og á bara eftir að verða betri….Henry líka, en hann er aðeins eldri, og Henry á enn eftir allavega áratug eftir..sjá bara Zola…hann er hoppandi og skoppandi um völlinn þó að hann sé um 36 ára…ef Henry verður ekki búinn að eyðileggja sig þá, þá mun hann vera ennþá að….Henry verður goðsögn….og vonandi Baros líka…og allir þeir framherjar sem eiga það líka skilið….ég held að Eiður Smári mun bara verða goðsögn hér heima á Fróni þó að hann sé mjög góður leikmaður, en hann er bara ekki í sama kalíber og topparnir í Evrópu….
Sokrates