
Þá hefur Hermann Albertsson úr Leifri/Dalvík gert 2 ára samning við FH. Hermann sem er 19 ára þykir mikið efni en hann getur spilað bæði í vörn og á miðju. Hann lék 15 leiki með Leiftri/Dalvík í 1.deildinni í sumar og skoraði 3 mörk. Sóknarmaðurinn Tómas Ingi Tómasson er einnig að öllum líkindum á leið til FH.
_______________________
Eiður Smári Guðjohnsen er ekki á leið frá Chelsea þrátt fyrir þrálátar sögusagnir um annað. Nýjasta slúðrið var á ManUtd.is en Eiður var þá sagður hafa gert leynilegt samkomulag um að ganga í raðir félagsins í janúar og var sagt að hann myndi spila í treyju númer 14.
_______________________
Lee Sharpe ákveðið að fresta för sinni til Íslands að líta á aðstæður hjá Grindavík en til greina kemur að hann leiki þar í sumar. Förinni frestar hann framyfir áramót en forráðamenn Grindavíkur fullyrða að áhuginn sé enn sá sami og áður. Fréttamenn BBC hafa fjallað um málið og er mjög fyndið að kíkja á það. Sérstaklega myndina frá Íslandi sem er helvíti fyndin:
http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/25863 15.stm
_______________________
Skotar hafa náð Íslandi á styrkleikalista FIFA. Íslenska liðið fellur niður um tvö sæti frá síðasta mánuði, situr nú í 58. sæti ásamt Skotum sem hafa verið á eftir okkur í talsverðan tíma. Ísland hefur nú fallið niður um 6 sæti síðan í desember í fyrra.
_______________________
Fylkir og Grindavík mættust á þriðjudag í Egilshöll en þetta er leikur í æfingamóti. Fylkir vann öruggan 3-0 sigur. Steingrímur Jóhannesson skoraði 2 mörk og vararmaðurinn Þórhallur Dan Jóhannsson bætti við skemmtilegu marki undir lokin. Fylkir er þar með komið í úrslit og mætir ÍA eða Fram en þau leika klukkan 20:00 í kvöld í Egilshöllinni. Úrslitaleikurinn verður síðan kl.12:00 á laugardag.
Hér eru annars nokkur úrslit úr vináttuleikjum:
Fylkir - Grindavík 3-0
Keflavík - FH 5-2
Afturelding - Fjölnir 3-3