
Teitur Þórðarson er nú sterklega orðaður við norska liðið Lyn og sænska liðið AIK. Teitur þjálfaði Lyn á árunum 1991 og 92. Helgi Sigursson og Jóhann B.Guðmundsson leika með Lyn sem enn hefur ekki ráðið nýjan þjálfara. Teitur hefur lýst því yfir að ein aðalástæðan fyrir því að hann sagði starfi sínu lausu sé vegna óánægju sinnar með þjálfaramál hjá Brann en hann var ekki hafður með í ráðum við breytingar í þeim málum hjá félaginu.
Ef Eggert Magnússon er að lesa þetta þá væri það kannski sniðugt að hafa samband við Teit, smá hugmynd bara!