Sir Alex Ferguson hefur gefið í skyn að það sé enn þá möguleiki á því að Manchester geti haldið honum innan sinna herbúða, eftir að samningur hans rennur út 2002.
Eins og flestir sem eitthvað fylgjast með enska boltanum, þá sagði Ferguson í byrjun vikunnar að United misst af sér, þar sem stjórnin hefði ekki brugðist nægilega skjótt við.
En nú virðist sem honum sé eitthvað að snúast hugur, því hann tjáði fjölmiðlum að hann væri ekki alveg viss um hvað hann ætlaði sér að gera að loknum samningstíma sínum.
E.t.v. munu United menn reyna að halda honum á sínu bandi með því að gefa honum einhverja fína stöðu innan fyrirtækisins.
Það eina sem Ferguson var viss um, var það að hann ætlaði að hætta að stjórna fótbolta liðum inni á vellinum.

Nú er bara að bíða og sjá…