Góðir lesendur.

Eins og flestir hafa tekið eftir eru leikmenn Tottenham sko aldeilis að sækja í sig veðrið þessa dagana. Ég verð að segja að ég held að Gull Öld Tottenham sé á næsta leiti. Tildæmis má nefna leik Tottenham gegn Arsenal sem endaði reyndar 1-1, en Tottenham átti allt og alla í þessum leik, ekki sáust stjörnur eins og Henry, Ljungberg, Pires o.fl. en þess má til gamans geta að auðvitað gat gamla BLEYÐAN Sol Campell ekki blautan! Eini maðurinn hjá Arsenal sem gat hreyft á sér rassgatið gegn þessu almáttugu liði var Ashley Cole, sem bjargaði marki tvisvar á línu. En titilvörn Arsenal átti sko í vök að verjast allan leikinn gegna stórskota sókn Tottenham, sjaldan hefur maður séð Keane og Sheringham spila svo vel, og ekki má gleyma bakvörðunum tveimur Ziege og Carr sem að mínu mati eru besta bakvarðapar heims um þessar mundir, en þessi tveir menn mötuðu framherjana tvo alveg eins og ég veit ekki hvað af marktækifærum sem maður hefði nú viljað sjá þá klára, og aukaspyrnan hjá Ziege var hreinlega himnesk, alveg gjörsamlega óverjandi fyrir gamla hippann. En ekki má nú gleyma að eina skipti sem Keller fær á sig mark er það í vítum! Einhver meistara heppni þarf alltaf að redda þessum Eymingjum. Reyndar var þetta alveg rétt og vel gert hjá Henry sem gappaði nú Keller litla, en alltaf þarf þetta að gerast! Gegn Arsenal í fyrra, gegn Liverpool og Manchester í fyrra og mörg önnur skipti sem ég nenni ekki að nefna hér. En sem áður sagði er gull öld Tottenham á næsta leiti, til sannana má nefna æfingaleik Tottenham gegn Lazio sem endaði 2-2 og bæði lið með sín bestu lið (vantaði 6menn hjá Tottenham vegna meiðsla), 0-0 jafnteflið gegn Chelsea sem Tottenham skaut 19sinnum á markið en Chelsea 1, og margt margt fleira. En Gull Öldin er á leiðinni með menn eins og Poyet, Rednkapp, Keane, Ziege, Carr, Richards, Sheringham og auðvitað efnilegustu stórstjörnu Bretlandseyja Matthew Etherington. Með þessa menn og Glenn Hoddle við stjónvölinn verðum við meistarar á minnsta kosti 2 árum!

PS. Eitt sem ég vil koma á framfæri er ÞAÐ NAUÐSINLEGA VANTAR ÍSLENSKA Tottenham FAN-SÍÐU!!!!!!!!!
Maggi