Orðsending til Liverpool-manna
Jæja….. enn og aftur heyrast þær raddir að menn vilji Houllier í burt…. hvað er að ykkur? Þetta var líka uppi á teningnum í fyrra, hvað gerðist þá? Liverpool gekk vonum framar í Meistaradeilinni og í fyrsta skipti sem Liverpool var ofar en Man Utd á töflunni síðan 1992! Við lentum í öðru sæti og vorum í ágætis baráttu við hið frábæra lið Arsenal allt til loka. Og ef menn krukka aðeins í minnisbankanum þá var titill einnar greinar hér á síðasta tímabili “Hvers vegna vinnur Arsenal ekki leiki?” Nú hefur Liverpool gengið afleitlega í síðustu 5 deildarleikjum, en er samt sem áður ekki nema 4 stigum frá toppnum. Öll lið sem hafa orðið meistarar síðustu ára hafa tekið væna dýfu fyrir áramót, eitt tímabilið var Man Utd í 8. sæti um þetta leitið, en vann samt dolluna. Liverpool á eftir að toppa á réttum tíma og í lok tímabils verðum við loks meistarar! Ég er sjálfur búinn að ákveða að fljúga til Englands til að vera í Liverpool þegar titillinn tryggist!