Tony Adams, fyrrum fyrirliði Arsenal, segir að breytinga sé þörf á liði Manchester United eigi liðið að geta keppt um titla í nánustu framtíð.
“Mér finnst einhvern vegin að breytinga sé þörf á Old Trafford. Þeir verða að öðlast nýtt líf,” sagði Adams á íþróttaárshátíð BBC nú í kvöld.
Breska blaðið The News Of The World skýrði frá því að dag að forráðamenn Manchester United væru reiðubúnir til þess að bjóða 25 milljónir punda í brasilíska sóknarmanninn Ronaldinho.
Reiknað er með því að hann myndi fá um þrjár milljónir í árslaun.
“Ef félagið ákveður að það sé tími til kominn fyrir ábatasama sölu þá mun ég ekki standa í vegi fyrir því að hann fari,” er haft eftir þjálfara Paris SG, liðs Ronaldinho, Luis Fernandez.
The People greinir frá því að United þurfi að reiða fram 16 milljónir punda ef liðið vill kaupa hinn 19 ára gamla miðvallarleikmann Sporting Lisbon, Ricardo Quaresma. Ítalska stórliðið Juventus er einnig sagt hafa áhuga á drengnum.
En stórfrétt dagsins er vafalaust sú að svissneski varnarmaðurinn Stephane Henchoz er orðinn leikmaður Manchester United, a.m.k. ef marka má orð sendiherra Sviss í Lundúnum, Bruno Spinner.
“Þjóð okkar er mjög stolt vegna velgengni miðvarðar Manchester United, Sephane Henchoz. Hann hefur staðið sig frábærlega.” Spinner í ræðu sem hann hélt um svissnesk áhrif á breska menningu í kvöldverðarboði nú í vikunni.
Þó svo að gestir sendiherrans hafi brosað út í annað við þessi mismæli hans gerðist enginn svo djarfur að trufla ræðuna og láta hann vita.
tekið af hinna frábæru síðu
<a href="http://www.manutd.is/"> Manutd.is </a