Liverpool:
Liðið lék fyrst á Stanley Park á árunum 1878 til 1882 og svo á Priory Road frá 1882 til 1884 en þá hóf liðið að leika á Anfield Road. Árið 1892 upphófust deilur stjórnar Everton við sinn eigin forseta John Houlding, um leiguna á vellinum. John, sem kallaður var King John of Everton, var auðugur athafnamaður sem lét víða til sín taka. Til dæmis varð hann borgarstjóri Liverpoolborgar árið 1897. John auðgaðist þó mest á brugghúsi sínu sem framleiddi mjöðinn góða “Houlding Sparkling Ales”.
Liverpool sótti um inngöngu í ensku deildarkeppnina en var hafnað og léku því í Lancashire-héraðsdeildinni til að byrja með. Þann 1. september árið 1892 lék Liverpool AFC sinn fyrsta leik á Anfield gegn Rotherham í vináttuleik.
Liverpool lék enn í bláum og hvítum peysum og dökkum buxum þegar það lék sinn fyrsta deildarleik í sögu félagsins á útivelli gegn Middlesbrough Ironopolis þann 2. september 1893.
En nú leika þeir í rauðum stuttbuxum og bol.
Liverpool byrjaði vel með 4:0 sigri fyrir framan 5.000 áhorfendur. Liverpool var ekki stöðvað þetta tímabil og hreppti efsta sæti 2. deildar án þess að tapa leik sem var einstakt afrek. En reglurnar sögðu til um að ef liðið vildi komast í 1. deild þá þyrfti það fyrst að leggja af velli neðsta lið 1. deildar sem var í þessu tilviki Newton Heath sem var betur þekkt síðar sem Manchester United. Liverpool vann 2-0 á Anfield og leiðin upp í 1. deildina var greið. Árið 1894 var byggð stúka á Anfield Road þar sem núna er aðalstúkan, Main Stand. Þessi stúka þótti glæsileg og stóð lengi. En ekki var öll aðstaða til fyrirmyndar því að enn voru ekki komin búningsherbergi við völlinn.
Síðan er Owen mjög sætur:)