Wayne Rooney var á sunnudaginn 8.desember kosinn, hjá BBC, besti ungi persónuleiki ársins í íþróttum. Þessi verðlaun fullkomna frábæran árangur hans með Everton síðustu mánuði. Þessi ungi undradrengur er að margra mati sá allra efnilegasti sem komið hefur fram í enska boltanum hin síðustu ár.

Wayne Rooney hefur stðið sig alveg frábærlega vel á undaförnum mánuðum. Skoraði mest af öllum leikmönnum Everton á undirbúningstímabilinu og hefur með mörkum gegn Arsenal í lok Október og Leeds í byrjun Nóvember stimplað sig rækilega inn í hjörtu flestra fótboltaáhugamanna á Íslandi.

Í tilnefningum til þessara verðlauna voru þau þrjú efst, Charlotte Kerwood (skotfimi), og fimleikastjarna sem heitir Becky Owen.

Kerwood var sú yngsta sem komist hefur á verðlaunapall þegar hún vann gull í skotfimi á Samveldisleikunum. En Becky Owen var yngsti meðlimur enska liðsins í fimleikum og náði sér í silfurverðlaun fyrir liðskeppni og einstaklingæfingum á gólfi.

Þetta er í annað sinn sem þessi verðlaun eru veitt en í fyrra hlaut þau hin 16 ára hlaupari Amy Spencer.

Vel gert Wayne Rooney!!!

kær kveðja,

Dixie