Arsenal - Newcastle: 2-1
Arsenal verður að vinna heimaleikina ætli þeir sér að halda sér í toppbaráttunni. Eftir frekar slakt gengi undanfarið tókst Arsenal loks að vinna í síðasta leik og ég held að Highbury sé bara of sterkur heimavöllur til að Newcastle eigi möguleika.
Bradford - Tottenham: 1-3
Tottenham hefur enn ekki unnið á útivelli í vetur og hafa reyndar aðeins gert eitt jafntefli, en einhvern tíman verður allt fyrst og nú er komið að því.
Charlton - Man Utd: 2-1
Ég hugsa að ég geti engin skynsamleg rök fært fyrir þessari spá minni því ManU hefur verið á mikilli siglingu en einhvern tímann hljóta þeir að tapa og ég hef það bara sterklega á tilfinningunni að það gerist nú.
Chelsea - Derby: 2-2
Chelsea hefur ekki verið sannfærandi að undanförnu á meðan Derby hefur heldur betur sótt í sig veðrið og haldið hreinu í 4 af síðustu 5 leikjum sínum. Heimavöllurinn kemur til með að bjarga stigi fyrir Chelsea í þessum leik.
Man City - Everton: 3-1
ManCity á meira inni en þeir hafa verið að sýna í vetur og það er bara spurning um hvenær, ekki hvort, þeir fari ekki að sýna hvað í þeim býr.
Southampton - Leeds: 0-1
Leeds gerði góða ferð til Ítalíu í vikunni þegar þeir unnu Lazio 1-0. Innkoma Harry Kewell á eftir að hafa góð áhrif á leeds liðið enda veitir þeim ekki af ef liðið ætlar sér í meistaradeild að ári.
Sunderland - Middlesboro: 1-1
West Ham - Aston Villa: 2-0
West Ham á góðri siglingu og eru nú komnir í 10. sætið en voru við botninn fyrir ekki svo löngu. Aston villa stöðvar ekki þetta gengi hammaranna enda gengur þeim lítið sem ekkert að skora.
Coventry - Leicester: 1-2
Ekkert gengur hjá Coventry og ég er nú búinn að týna tölunni á því hve marga leiki þeir eru búnir að leika í röð án sigurs. Leicester heldur áfram sínu góða gengi og eru enn í þriðja sæti og ég sé Coventry ekki breyta því.
Liverpool - Ipswich: 3-1
Liverpool spilaði illa í síðasta leik en unnu samt 3-0, þeir virðast óstöðvandi á heimavelli á meðan ekkert gengur á útivelli. Ipswich gengur hins vegar allt í haginn á útivelli á meðan minna gengur á heimavelli en þar töpuðu þeir einmitt 1-0 í síðasta leik, í fyrsta leiknum sem þeim tekst ekki að skora í á leiktíðinni. Anfield er að verða að gríðarlega öflugum heimavelli fyrir Liverpool liðið og Ipswich mun ekki sækja gull þangað.
kv.